fimmtudagur, 24. desember 2009

Gleðileg jól

Jóhannes Ernir, Hjörtur Friðrik og Sveinn Hjörtur Gleðileg jól. Svona eru nú "Skype" jól haldin í dag. Tók þessa mynd af skjánum þegar drengirnir okkar í Kristianstad höfðu samband til þess að óska okkur gleðilegra jóla. Þessi samskipti minntu mig á gamla daga þegar námsmenn erlendis voru að senda kveðjur í gegnum ríkisútvarpið. Nú hefur tækninni fleygt fram og hægt að eiga þessi samskipti í gegnum tölvu á persónulegum nótum. Við sendum ykkur líka öllum bestu jólakveðjur og vonum að þið eigið góða jólahelgi nær og fjær. Annars hefur jólahaldið hjá okkur verið með hefðbundnu sniði. Við enduðum daginn á heimsókn til Þórunnar systur og hittum þar foreldra mína og systkini. Axel Garðar og fjölskylda voru vestur í Stykkishólmi. Á jólum fögnum við fæðingu frelsarans en hátíðin er ekki síður hátíð fjölskyldunnar. Við viljum hafa okkar nánustu í kallfæri og styrkja böndin og minnast saman liðinna stunda. Á Þorláksmessu fórum við í skötuhlaðborð á Hótel Loftleiðum eins og mörg undanfarin ár. Nóg í bili kveðja.

Engin ummæli: