laugardagur, 19. desember 2009

Víti á jörðu.

Fergus Anckhorn. Ég hlustaði á viðtal við Fergus Anckhorn á Hardtalk hjá BBC í gær. Sama þátt og Geir Haarde var nýlega í viðtali og sagði þessu fleygu orð, "mabe I should have." Nú var viðtalið við aldinn stríðsfanga sem lifði af fangavist Japana í seinni heimstyrjöldinni við byggingu brúarinnar yfir Kwai fljót. Maðurinn lýsir því hvernig hann fyrir hreint kraftaverk lifir af þrjú ár í þessu helvíti Japana og hrottafengna meðferð þeirra á föngunum. Hvað þurfi til að lifa vist í víti á jörð. Þeir sem misstu lífsviljann við þessar aðstæður voru látnir nokkrum dögum síðar. Eins og vinur hans píanóleikarinn sem sagðist ekki geta lifað án tónlistar. Aðspurður hvort hann væri trúaður eftir þessa mannraun sagðist hann ekki trúa á Guð. Ef hann væri til gæti ekki verið að hann mundi láta svona atburð gerast án þess að grípa inn í atburðarrásina. Mikill meirihluti félaga hans hafi látið lífið í fangabúðunum. Ef það væri til almætti hefði það gripið inn í atburðarrásina. Það vakti athygli mína að þrátt fyrir ömulegar aðstæður var það eftirminnilegt í minningu mannsins að slíkar aðstæður kölluðu fram allt hið besta í fari félaga hans. Þrátt fyrir hrottaskapinn gátu Japanirnir ekki kæft æðstu gildi mannlegra samskipta meðal samfanganna. Aðspurður hvort hægt væri að réttlæta stríð svaraði gamli maðurinn því neitandi. Í lok átaka kæmu leiðtogarnir saman og skrifuðu undir pappíra og þar með væri málum lokið. Enginn mundi efitr fórnum hermannanna og hinna fölnu. Hann sagðist ekki skilja af hverju menn gætu ekki komið saman áður en til stríðs kæmi og skrifað undir pappírana. Þá væri hægt að komast hjá sjálfu stríðinu. Langði að horfa á viðtalið aftur en fann aðeins brot af því á vefsíðu BBC. Kveðja.

Engin ummæli: