miðvikudagur, 9. desember 2009

Aðventustund með kórnum

Söngfélag Skaftfellinga.
Síðustu dagar hafa aðallega verið helgaðir sönggyðjunni. Á sunnudaginn hélt kórinn ásamt Skaftfellingafélaginu aðventustund og söng kórinn af því tilefni nokkur jólalög. Í gærkvöldi var farið í heimsókn á tvær sjúkrastofnanir og þessi lög sungin aftur þar. Það er fátt betra fyrir sálartetrið en að tjá sig í söng fyrir þakkláta hlustendur með samstilltum söngfélögum. Nú er kórinn kominn í jólafrí og verða ekki æfingar að nýju fyrr en um miðjan janúar. Pabbi átti 79 ára afmæli í gær og af því tilefni var haldin vegleg veisla hjá Stefaníu systur. Þar var mættur fríður hópur ættingja og vina. Kveðja.
(Mynd: Kristinn Kjartansson)

Engin ummæli: