sunnudagur, 13. desember 2009

Upptaktur í undirbúningi jóla.

Þessari helgi hefur verið varið í heimsóknir og tiltekt. Það var víst orðið nauðsynlegt að takast á við óhreinindin, enda tuskur verið lítt handfjatlaðar hér á bæ um nokkurn tíma. Mikilvægari störf hafa verið tekin fram fyrir svo sem próflestur dótturinnar, söngur með söngfélögum mínum, göngur, tölvuhangs, sjónvarpsgláp og ýmislegt annað. Nú var verkefnið ekki umflúið lengur. Væntanlega kannist þið við þessi átök líka. Ég hef verið að skoða gamla cd diska með gömlum jólalögum. Þess vegna datt mér í hug fyrirsögn þessa pistils upptakur í undirbúningi jóla. Eftir því sem maður eldist aukast tregablandnar minningar og blandast saman við melódíur jólahátíðarinnar, kokteill sem rétt er að dreypa ekki of mikið af. Ætli uppáhaldslagið mitt sé ekki White Christmas með Bing Crosby en svo koma margir þar á eftir. Nú styttist í að Sirrý komi heim en hún hefur dvalist í Jönköping undanfarnar vikur við rannsóknir. Þá eykst umræddur upptaktur örugglega til muna. Jæja nóg í bili. Kveðja.

Engin ummæli: