sunnudagur, 17. október 2010

Á tónleikum með The Lame Dudes

The Lame Dudes.
The Lame Dudes héldu styrktartónleika til stuðnings rannsóknum brjóstakrabbameins á Veitingahúsinu Kryddlegnum hjörtum í kvöld þann 16. október. Á efnisskránni voru lög eftir J.J. Cale. Þetta voru einu orði sagt mjög góðir tónleikar, flott lög, ljúf stemmning og flutningur laganna með ágætum. Ég verð að viðurkenna það að ég hef ekki fylgst meðvitað með þessum lagasmiði, en mörg lögin hljómuðu kunnuglega. Flutningur hljómsveitarinnar skilaði sér mjög vel. Þegar flæði tónlistarinnar er þannig að þeir sem flytja trufla ekki upplifun áheyrandans með flutningi sínum hafa tónlistarmennirnir náð góðum árangri sem flytjendur. The Lame Dudes hafa náð þessu stigi. Hannes Birgir Hjálmarsson er orðinn mjög þekkilegur bluessöngvari, Snorri Björn Arnarson er hin íslenska útgáfa af E. Clapton og ferst það vel úr hendi. Þá undanskil ég ekki Björgvin Gíslason eða Gunnar Þórðarson til að nefna tvo góða. Með hljómsveitinni spilaði í kvöld trommari, Nils kölluðu þeir hann og var hann mjög góður. Takk fyrir mig.

1 ummæli:

Unknown sagði...

Þakka þér fyrir komuna Sveinn og hlý orð! Gaman að þú skildir vera með okkur í þessu! kv. Hannes