föstudagur, 12. nóvember 2010

Eftirminnilegir atburðir.

Mbl. 12. okt. 1994 Sextán ára minningarbrot frá Noregi. Ef smellt er á myndina má lesa þessa grein. Þetta var svona "15 minutes of fame" atburður í lífi mínu. Á þessum fundi voru mörghundruð málsmetandi menn í norskum sjávarútvegi. Aðalumræðuefnið var innganga Noregs í ESB og veiðar Íslendinga í Barentshafi. Mitt hlutverk var að gera þeim grein fyrir að við hefðum rétt á að veiða í Barentshafi. Öll norska pressan og Gro Harlem Bruntland þá forsætisráðherra Noregs voru þarna líka. Ég hitti hana í kvöldverðarhófi eftir fundinn. Minnist þess að hún hafði einhver orð um að það sem hún hefði sagt um Íslendinga fyrr um daginn væri nú bara eins og hvert annað hjal miðað við þau orð sem formaður norskra útvegsmanna hafði um okkur. Ég hugsa að hún hafi ekki gert sér grein fyrir að það væru Íslendingar í salnum. Það var ekki fyrr en ég las Verdens Gang daginn eftir sem ég skyldi hvað hún átti við. Hún var tilbúin að fórna hagsmunum Noregs í sjávarútvegi fyrir aðgöngumiða að ESB en náði ekki að sannfæra landa sína um skynsemi þess. Noregur er enn utan ESB og dagar hennar voru senn taldir sem stjórnmálamanns eftir að niðurstaða fékkst í málinu.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég man svo vel eftir þessu. Þetta kom í útvarpsfréttum RÚV um kvöldið, fyrsta frétt kl.7. Þar kom m.a. fram að það hefðu verið gerð hróp að hagfræðingi LÍÚ og ég var skíthrædd um þig þarna meðal æstra Norðmannanna. Var ekki í rónni fyrr en þú varst búinn að skila þér heim.
Sirrý