sunnudagur, 3. apríl 2011

Sjá enga von.

Athygli mín var vakin á því um helgina að við þurfum að gæta vel að unga fólkinu. Það vakti athygli viðmælanda míns að ungir piltar sem hann átti tal við sáu bara svartnætti, sáu enga framtíð. Þeir voru allt að því búnir að gefast upp rétt rúmlega tvítugir. Við sem eldri erum verðum að huga að unga fólkinu og gæta þess að gleyma okkur ekki í svartnættistali. Unga fólkið almennt þekkir ekki umrót af þessu tagi. Veit jafnvel ekki að öll él styttir upp um síðir og lífið heldur áfram. Undanfarnir tveir áratugir hafa um margt óvenjulegir í efnahagslegu tilliti. Unga fólkið hefur margt búið við efnahagslegan stöðugleika sem nú er lokið í bili. Þetta á ekki aðeins við Ísland. Þetta er eins í flestum löndunum í kringum okkur þótt ástandið sé auðvitað misjafnt. Þetta ættum við að hafa í huga þegar við hellum úr skálum reiði okkar og hefjum upp raust okkar um dægurmálin. Líklega hefur maður ekki haft þetta nógsamlega í huga.

Engin ummæli: