fimmtudagur, 14. apríl 2011

Ári eftir eldgosið.

Í dag er ár síðan gosið í Eyjafjallajökli hófst. Náttúran mínnti í þessu eldgosi á ægimátt sinn og askan var þess valdandi að flugsamgöngur í Evrópu fóru allar úr skorðum. Forleikur þessa mikla eldgoss hófst á Fimmvörðuhálsi með litlu "túristagosi." Maður gleymir aldrei þeirri upplifun þegar við félagar í Söngfélagi Skaftfellinga stóðum við innkeyrsluna að Þorvaldseyri og horfðum upp í fjallið þar sem það þeytti öskunni upp í himininn. Í för með okkur voru sænskir söngfélagar Östergök kórsins í Lundi á leiðinni austur á Klaustur til að halda sameignlega tónleika. Einnig er eftirminnileg þögn ferðafélaganna í rútunni langleiðina í Vík í Mýrdal eftir þessa mögnuðu upplifun. Við erum háðari náttúrunni en við almennt gerum okkur grein fyrir. Allt síðasta ár hefur náttúran minnt okkur á mátt sinn. Ægilegir jarðskjalftar í eða nálægt Chile, Haiti, Japan vitna um mátt náttúrunnar. Hið jákvæða við gosið er að það hætti fljótlega en náði að koma Íslandi á framfæri heimsbyggðarinnar og líklega njótum við þess um tíma í aukningu ferðamanna.

Engin ummæli: