þriðjudagur, 12. maí 2015

Vortónleikar Söngfélags Skaftfellinga

Þetta voru frábærir vortónleikar hjá okkur í Söngfélagi Skaftfellinga um síðustu helgi. Allt gékk upp söngur, undirleikur, stjórn og aðsókn. Þetta er búin að vera viðburðarríkur vetur. Ísafjarðarförin og tónleikar á Ísafirði. Söngur í Breiðholtskirkju í tilefni Skaftfellingadagsins. Sungið á sjúkrastofnunum á aðventunni og aðventuhátíð Skaftfellingafélagsins og fleira. Virkir félagar i vetur hafa verið 44 og að jafnaði hafa verið 30 manns á æfingum, sem eru á þriðjudagskvöldum í Skaftfellingabúð kl. 20.00. Nýir félagar eru að sjálfsögðu velkomnir. Stjórnandi kórsins er Friðrik Vignir Stefánsson kantor.

Engin ummæli: