fimmtudagur, 14. maí 2015

Andi lífsins

Þykkvabæjarklausturskirkja. Langt nafn á lítilli kirkju. Fyrir 25 árum í dag uppstigningardag fórum við Sirrý með pabba og mömmu að skoða kirkjurnar þrjár í Ásasókn. Hinar voru Gröf í Skaftártungu og Langholt í Meðallandi.Pabbi hafði sótt um stöðu sóknarprests. Þetta var fyrsta kirkjan sem við komum að. Þegar við gengum inn í kirkjuna var það fyrsta sem mætti okkur eitt blað á orgelinu með sálmi eftir afa Sirrýjar, Valdimar Jónsson skólastjóra í Vík í Mýrdal og bónda á Hemru. Sálmurinn heitir "Andi lífsins." Þetta hafði mikil áhrif á okkur fjögur. Fyrir einskæra tilviljun vorum við Sirrý stödd við kirkjuna í dag. Veður var að vísu ekki jafn fallegt og daginn góða fyrir 25 árum. En almættið var heldur ekki að munstra nýjan liðsmann í sveitina eins og þá. Hér á eftir má lesa ljóð Valdimars. Lag við þetta ljóð hefur gert Sigurjón Hannesson.

Engin ummæli: