miðvikudagur, 6. maí 2015

Söngfélag Skaftfellinga til Ísafjarðar.

Helgina 1. til 3. maí fór Söngfélag Skaftfellinga í vorferð til Ísafjarðar. Haldnir voru tónleikar í Ísafjarðakirkju 2. maí. Undirleikari var Pálmi Sigurhjartarson og stjórnandi var Friðrik Vignir Stefánsson. Gist var að Hótel Núpi í Dýrafirði. Farið var í heimsókn í Hraðfrystihús Gunnvör hf í Hnífsdal. Þar tók á móti okkur forstjóri fyrirtækisins, Einar Valur Kristjánsson og fræddi okkur um sjávarútveginn, fyrirtækið og nýtt skip Pál Pálsson ÍS sem kemur í rekstur á næsta ári. Keyrt var um Súðavík, Ísafjörð, Bolungarvík og Flateyri.  

Engin ummæli: