föstudagur, 24. apríl 2015

Sunnukórinn á Ísafirði - Reykjavíkurför



Fyrir 70 árum eða árið 1945 kom Sunnukórinn á Ísafirði í söngferð til Reykjavíkur. Í minni fjölskyldu hefur þessi atburður verið í minnum hafður vegna þess að í þessari söngför tóku þátt bæði afi minn Jón Hjörtur Finnbjörnsson og systir hans Magrét Finnbjörnsdóttir. Þetta þótti hin mesta frægðarför á Ísafirði. Í Reykjavík var tekið á móti þeim við skipshlið af Dómkórnum og sungust kórarnir á þegar komið var til hafnar. Þrír tónleikar voru haldnir í Reykjavík í Gamla bíó við góðar undirtektir. Síðan var sungið í Hafnarfirði, Vífilsstöðum og á Selfossi. Þá var sungið inn á plötu fyrir Ríkisútvarpið. Nú er komið að því að endurgjalda þessa heimsókn með för Söngfélags Skaftfellinga til Ísafjarðar um mánaðarmótin. Allavega verður í hópnum afkomandi Jóns Hjartar sem er með þessa minningu í fartaskinu og hefur það að leiðarljósi að heiðra minningu afa síns með því að taka þátt í þessari söngferð. Margrét er önnur til vinstri í fremstu röð og afi annar frá vinstri í öftustu röð.

Engin ummæli: