fimmtudagur, 18. febrúar 2016

Fyrirlestur um Skaftárhlaup

Fór á fyrirlestur hjá FÍ um Skaftárhlaup og áhrif þeirra á gróðurfar í Skaftárhreppi Mjög fróðlegur fyrirlestur um þá gríðarlegu krafta sem felast í þessum reglubundnu hlaupum. Áhrif á gróðurinn eru að sjálfsögðu mikil og vandséð hvernig tjón á gróðri verður bætt. Fyrirsjáanlegt er að loftmengun í Skaftártungu munu aukast á næstu árum, þó ekki nema vegna síðasta hlaups sem var stærsta hlaup sem mælingar ná yfir. Erindi fluttu Tómas Jóhannesson eðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands og Sveinn Runólfsson frá Landgræðslu Íslands. Það sem situr sérstaklega í manni eftir þennan fyrirlestur eru lýsingar af þeim hamförum sem hafa átt sér stað eftir gos í Kötlu og Öræfajökli. Í einu Kötlugosi á fyrri hluta 18. aldar nánar tiltekið 1721 komu heilu jöklarnir niður á sandinn t.d. Höfðabrekkujökull sem var þar í 80 ár. Að ég tali nú ekki um þegar gaus í Öræfajökli árið 1362 og jökulhettan kom í heilu lagi niður á láglendi. Þetta er eitt mannskæðasta gos á Íslandi og heilu byggðarlögin sem fóru í eyði.

Engin ummæli: