föstudagur, 1. apríl 2016

Það sem er öðruvisi vekur athygli

Var boðinn í sænskt páskapartý í gærkvöldi og beðinn að mála páskaegg,sem ku vera siður þar. Ég notaði eingöngu rauðan lit. Fyrst málaði ég indjánaprófíl með fjöður. Svo teiknaði ég karfa, enda með rauðan lit. Þar næst G lykilinn og svo F lykilinn á nótnaskalanum, en hann var eins og broskarl. Setti svo bara mitt egg meðal fagurskreyttra eggja í gylltum litum fagurlega munstruðum. Taldi málið þar með dautt enda eggið allt málað. Náði ekki að snúa mér við áður en Svíarnir tóku upp myndavélina og mynduðu eggið í bak og fyrir. Svo var farið að greina myndirnar. Índjáni með fjöður, borðar fisk, elskar tónlist og brosir mót tilverunni. Ég var eiginlega kjaftstopp. Ég var bara að krota á eggið til þess að það færi ekki hvítt og nakið í bakkann. Svona er lífið. Það sem er öðruvísi vekur athygli.

Engin ummæli: