fimmtudagur, 7. apríl 2016

Er alþjóðahyggjan að líða undir lok?

Það voru fréttir af birtingu svokallaðra Panamaskjalanna um eignir fólks í skattaskjólum, sem eru þessa valdandi að forsætisráðherra varð að stíga til hliðar.

Mér finnst áhugavert að velta því upp hvort alþjóðahyggjan varðandi fjármagn sé að líða undir lok. Hvort þjóðríkin munu sameinast um taka á þessum skattaskjólum og koma í veg fyrir að fjármagnið flýi þangað, þar sem eru litlir eða engir skattar og ekki er hægt að spora notkun þess. Eðlilegt er að spurt sé hvort slíkt fjármagn sé notað í samkeppni við fjármagnseigendur sem greiða heiðarlega skatta og skyldur af sínu fé, því það skekkir samkeppnina.

Mannskeppnan er ekki öll þar sem hún er séð. Jón Sigurðsson fyrrum formaður Framsóknarflokksins sagði nýlega á sjónvarpsstöðinni Hringbraut, að ef teknar væru saman upplýsingar um allt tiltækt fjármagn í heiminum og það væri alls 100, mundi samt vanta a.m.k. 60 til viðbótar. Þannig urðu Rotchildarnir ríkir á sínum tíma vegna þess að þeir földu fé sitt milli þilja og greiddu ekki af því skatta og skyldur segir sagan.



Enn hefur alþjóðahyggjan með frjálsu flæði fjármagns runnið sitt skeið á enda? Það er mjög ólíklegt. Kapitalistar munu áfram leita allra leiða til þess að verja fé sitt ásælni skattmanns. Það er lykilþráður í sögu mannkyns. Þótt forsætisráðherra hafi verið vikið frá störfum vegna skattaskjólspeninga eiginkonu sinnar og kröfu þeirra á föllnu bankanna er ólíklegt að það valdi straumhvörfum á alþjóðavísu. 

Kunnugir segja að nýríkir Kínverjar eigi þvílíkar eignir að þekktir milljarðamæringar á lista Forbes séu hreinir smælingjar í samanburði. Fjármagnseigendur eru sterkir og þeir munu ekki gefast upp úrræðalausir eða án verulega átaka.

Ég tek undir með hagfræðingnum Tómas Piketty í bók sinni Capital að á 21. öldinni verður fókusinn á fjármagn og ójöfnuð milli þjóðfélagshópa helsta umfjöllunarefnið.

Engin ummæli: