föstudagur, 23. september 2016

Þú ferð ekki að gefast upp núna!

Skemmtisögur um áfengisnotkun eða frásagnir af dramafullum sögum af misnotkun áfengis eru ef til vill ekki hæfi á þessum vettvangi. En eina slíka sanna sögu datt mér í hug í morgun, sem ég ætla að láta flakka. Skipverji á togara sem þótti sopinn góður, meira en góðu hófi gegnir, hafði tekið hraustlega á því í inniveru skips. Á föstudegi kemur hann niðurlútur til útgerðarmannsins og illa haldinn af fráhvörfum eftir sukksama daga, búinn að eyða öllum sínum peningum í vín og skemmtan. Skipverjinn er ráðviltur og daufur og sér ekki fram úr sínum málum, enda ástandið eftir því. Þá kveður útgerðarmaðurinn upp úr og segir: " Hva, þú ferð ekki að hætta núna, við förum ekki á veiðar fyrr en eftir helgi." Réttir honum því næst tvær flöskur og peninga." Gleðibros breiddist yfir sjúskað andlit mannsins og hann hvarf glaður á braut. Sögunni fylgdi að hann hafi síðar bætt ráð sitt í þessum efnum og verið lengi í þjónustu útgerðarinnar. Heitir þetta ekki að sjá brýnustu þarfir starfsmanna sinna án þess að þeir þurfi að biðja? 

Engin ummæli: