sunnudagur, 14. október 2007

Heimsókn í höfuðstað Norðurlands.

Veitingahúsið Bláa kannan. Þesssi mynd er tekin fyrir Ingibjörgu og Hjört í Svearíki í von um að þau geti yljað sér við minninguna um kaffiilminn á þessu uppáhalds kaffihúsi þeirra. Nú er bara að hella uppá og njóta stundarinnar. Annars var tilefnið ráðstefna um sjávarútvegsmál á KEA. Þrátt fyrir slæma veðurspá slapp ég við óveðrið og komst fram og til baka á réttum tíma.










Horft inn að Eyrinni. Á Akureyri er líka verið að byggja. Eins og myndirnar gefa til kynna var hið besta veður þennan fimmtudag. Þarna má sjá stefnið á Súlunni EA, því fornfræga skipi.











Horft "fram" fjörðinn. Mig minnir að þeir tali um að fara út fjörðinn þegar þeir eru að fara innar í fjörðinn. Það var víst fram fjörðinn sbr. komment frá Hirti.













Kirkjan. Þegar litið var út um gluggan á hótelherbeginu blasti þessi sýn af kirkjunni við. Annars lýsa þeir upp nokkrar eldri byggingar og er það tilkomumikil sýn eins og sjá má.

Engin ummæli: