sunnudagur, 7. október 2007

Gautaborgargengið í heimsókn.

Gautagellurnar. Sirrý var með "saumaklúbb" sem í eru stelpurnar sem voru á sama tíma og við í Gautaborg. Við bjuggum í nágrenni við þær og við vorum heimagangar hvert hjá öðru. Svo liðu námsárin og við fluttum öll heim. Þær ákváðu svo að halda tengslum með því að hittast, en án maka. Alinn upp í anda jafnréttis og allt það hefur mér alltaf þótt þetta skrítið ráðslag. Nú héldu þær klúbbinn heima hjá okkur þannig að ég fékk að sitja með þeim til borðs smá stund og rifja upp gamla tíma. Að því loknu var manni uppálagt að láta sig vinsamlegast hverfa svo lítið bæri á. Svo stóð "saumaklúbburinn" langt fram á kvöld en enga sá ég prjónana og hef ekki vitað til þess að til þeirra væri nokkurn tíma gripið á þessum klúbbfundum. Hópurinn á myndinni er að vísu ekki allur hópurinn því a.m.k. vantaði tvær til þrjár í hópinn í þetta skipti. Annars hef maður bara verið að leika sér þessa helgi. Byrjuðum á því að fara í gær í afmæli Alexanders hjá Axel bróður og Rannveigu. Fór á kínverska menningarhátið í Gerðarsafni og bókamarkað í Jóns Loftssonar húsinu. Kveðja.

Engin ummæli: