laugardagur, 13. október 2007

Í vikulok.

Þetta hafa verið annasamir dagar síðustu daga. Fór norður á Akureyri á miðvikudag. Þar var fjallað um hagfræðileg og líffræðileg málefni tengdum hafinu á fimmtudeginum. Þannig að ég missti af þessum sviptingum í borginni í "live". Ég ætla ekki að þykjast skilja þetta mál til hlítar. Ljóst mátti vera af atburðarás vikunnar að til tíðinda mundi draga. Þannig að það kom í raun ekki á óvart að meirihluti borgarstjórnar mundi springa. Í pólitíkinni og skákinni er það þannig að sá sem vinnur endataflið endar sem sigurvegarinn. Læt nú þessi fáu orð duga um þetta mál. Orkuútrásin er spennandi verkefni og vonandi að það verkefni haldi áfram að þróast og blómstra og við sem kaupum orku af OR berum ekki skaða af því.

Engin ummæli: