laugardagur, 27. október 2007

Jæja.

Þetta er búin að vera viðburðarrík vika og lítill tími til að hanga í tölvunni. Á fimmtudaginn hófst aðalfundur LíÚ og stóð til þrjú í gærdag. Við fórum á lokahófið og var það glæsilegt að vanda. Þema fundarins var fyrst og fremst hafrannsóknir. Einnig var fjallað um efnahagsmálin og umhverfismerki. Þetta má allt nálgast á heimasíðu samtakanna. Það er alltaf viss eftirvænting í loftinu á svona stórum fundi. Maður hittir fullt af fólki víða af landinu sem maður er í símasambandi við en sér sjaldan. Annars er lítið í fréttum. Kveðja.

Engin ummæli: