sunnudagur, 8. nóvember 2009

Kristianstad

Ingimundur Við höfum átt góða helgi hér í Kristianstad í tvöföldu afmæli. Þetta er afmælisdagur Hjartar Friðriks þ.e. 8. nóvember og afmæli Jóhannesar Ernis var haldið í dag líka en þann 11. nóvember verður kappinn þriggja ára. Þá vorum við að halda upp á það að Hjörtur er orðinn sérfræðingur í sinni grein. Ingimundur Gíslason læknir sem býr hér í Kristianstad bauð okkur Sirrý að koma í Den heliga trefaldighetskyrkan í dag og hlusta á hann spila á orgelið í kirkjunni. Þetta var sérstkök upplifum að sitja upp í stúkunni hjá orgelinu og hlusta á hann spila fúgu eftir Krebs, sem var lærisveinn Bachs. Þessi kirkja er 400 ára gömul vígð árið 1626 og var byggð af Kristjáni fjórða Danakonungi. Þannig að segja má að endur fyrir löngu hafi þetta verið íslensk kirkja. Það má finna skjaldamerki Íslands við einn bekkinn í kirkjunni.

Engin ummæli: