laugardagur, 21. nóvember 2009

Máttur skógarins

Síðustu tvo laugardaga hef ég gengið Græna- og Furulundarhring í Heiðmörk með göngufélagi Skálmara. Þetta er um klukkutíma hringur í röskri göngu. Þegar ég fór í fyrri gönguna var ég búinn að vera frekar slappur og kvefaður. Ég fann það fljótt á göngunni að það var eitthvað í stilltu loftinu sem gerði mér gott. Súrefnið er náttúrulega nýendurunnið og tandurhreint. Það voru einhver bætiefni í angan trjánna sem gerðu mér gott. Nú í dag þegar ég fór þennan sama hring fékk ég þessa sömu tilfinningu. Ég var ekki kvefaður eins og síðast en ég fann að skógarloftið gerði mér gott og mér óx styrkur á göngunni af angan trjánna. Nóg í bili.

Engin ummæli: