sunnudagur, 1. nóvember 2009

Tvær stjörnur.

Hlustaði í kvöld á Árna Tryggvason og Flosa heitinn Ólafsson tala um lífshlaup sitt á sitthvorri sjónvarpsrásinni. Báðir þessir kunnu gamanleikarar komu inn á þunglyndi sem þeir hafa átt við að stríða, sviðskrekk, sjálfsgagnrýni og fleira. Árni sagði að það hefði ekki verið fyrr en upp úr 1980 sem almennt var farið að viðurkenna þunglyndi sem sjúkdóm. Árni endaði viðtalið á því að hann vildi að fólk mundi minnast síns þannig: "Mikið askoti árans var hann Árni góður leikari." Það var allt og sumt. Flosi kvaddi með því að segjast vera skoðunarlaus maður. Hefði helst enga skoðun á málefnum líðandi stundar. Það fór ekki heldur mikið fyrir stærilæti hjá þessum stórjöfri leiklistarinnar. Eftir þesssi viðtöl situr maður fullur þakklætis fyrir það að hafa fengið að njóta þessara stórleikara um áratugaskeið, hvílíkir snillingar.

Engin ummæli: