miðvikudagur, 24. febrúar 2010

Góð ummæli.

Fyrrum utanríkisráðherra USA Alexander Haig lést fyrir nokkrum dögum 85 ára gamall. Af því tilefni var haft samband við Henry Kissinger kollega hans til þess fjalla um Haig. Ummæli Kissingers eru eftirminnileg. Hann lagði á það áherslu að umfram allt hefði Alexander Haig verið maður sem bar þjóðarhag umfram eigin hagsmuni í þjónustu sinni. Ég efast um að hægt sé að fá betri ummæli fyrir þjónustu á opinberum vettvangi. Hvað skyldu margir íslenskir stjórnmálamenn uppfylla skilyrði Kissingers til að fá svona umsögn. Það fáum við víst aldrei að vita.

Engin ummæli: