miðvikudagur, 17. febrúar 2010

Kominn úr landi snjómokaranna.

Þetta var indæl ferð til Svíþjóðar og heimsóknin til fjölskyldunnar að Hamri hin ánægjulegasta. Ferðin gékk vel fyrir sig heim á leið. Allt stóð eins og stafur á bók, lestaráætlun og flugáætlun, þannig að það er yfir engu að kvarta. Að vísu er ég svolítið syfjaður vegna þess að sænskurinn, nágrannar Hjartar og Ingibjargar hafa verið að vakna fyrir allar aldir til þess að fara út og skafa nokkrar snjóflyksur á hverjum morgni sem fallið höfðu á stéttina yfir nóttina. Konan á móti er búinn að gera þetta á hverjum morgni. Fyrst notaði hún járnskóflu, næsta dag notaði hún kúst og í morgun notaði hún plastsköfu klukkan fimm að morgni! Þetta bardús í henni vakti mig þar sem glugginn á herberginu mínu snéri út að sameiginlegum gangstíg. Hún er ekki ein um þetta því þau gera þetta fleiri nágrannarnir og þegar við vorum að fara í lestina í morgun gengum við fram á enn einn nágrannann. Mikið rétt hann var að skafa nokkrar snjóflyksur á náttslopp og berlappaður í inniskóm! Mér datt nú bara í hug blöðrubólga þarna sem við heilsuðum blessuðum manninum upp úr klukkan sjö að morgni. Talandi um að Svíar í Skåne séu óvanir snjó en fyrr má nú fyrr vera. Kveðja.

Engin ummæli: