föstudagur, 26. febrúar 2010

Ósómi í prófkjörum.

Var upplýstur um það í dag af trúverðugum aðila með ákveðnum dæmum að svo langt væri stundum gengið í prófkjörum að þess væru dæmi að félögum í íþróttafélögum væru greiddir peningar fyrir að ganga í flokka og kjósa ákveðna frambjóðendur. Hvernig getum við vænst þess að byggja upp heilbrigt samfélag sem byggir á lýðræðislegum hefðum, þar sem hagur almennings er í fyrirrúmi, ef svona aðferðir viðgangast. Svarið liggur í augum uppi það er ekki hægt. Ég átti samtal við aðila í dag sem unnið hefur að prófkjörum og þetta dæmi kom honum ekki á óvart. Hann sagði að hann hefði komið að prófkjörum þar sem boðnir hefðu verið gemsar/símar og áfengi en að vísu aldrei beinar peningagreiðslur. Svar hans við því hvort svona aðferðir samræmist eðlilegu siðferði var að þetta væri til marks um hvað aðilar væru tilbúnir að ganga langt til þess að vera í sigurliðinu á kosningarvökunni. Sigurinn væri það eina sem skipti máli. Fólk sem er tilbúið að beita jafn siðlausum aðferðum í stjórnmálum er lýðræðinu stórhættulegt. Sagt er að lýðræðið sé brothætt en sé það besta sem við höfum. Lýðræði sem byggir á svona aðferðum er aftur á móti fársjúkt og í molum. Nóg í billi. Kveðja.

Engin ummæli: