sunnudagur, 7. febrúar 2010

Stokkseyrarfjara

Fjaran við Stokkseyri.
Við fórum austur fyrir fjall í dag og nutum fjörunnar við Stokkseyri. Það er einstakt að hafa alla þessa miklu brimströnd meira og minna fyrir sjálfan sig. Jörðin marauð og frískur svalur hafvindur blés og frískaði andlitið. Það er svo róandi að hlusta á brimið skella á svörtu Þjórsárhrauninnu sem teygir sig þarna út í Atlantshafið. Veltum því fyrir okkur hverju þetta sætti. Tilgáturnar voru m.a. þær að þetta mætti rekja til veru okkar í móðurkviði nú eða enn lengra til þeirrar stundar er við komum upp úr hafinu og gerðumst landverur. Það er ekki að undra að Páll Ísólfsson tónskáld hafi átt sitt athvarf við þessa stórbrotnu strönd. Hann hefur ekki þurft að sækja langt laglínurnar í Brennið þið vitar. Kveðja.

Engin ummæli: