sunnudagur, 28. febrúar 2010

Bókamarkaðurinn í Perlunni.

Við erum ólík um margt. Höfum mismunandi skoðun á flestu. Aðstæður okkar eru ekki þær sömu. Væntingar okkar fjölbreytilegar og áherslur. Eitt er þó öðru framar sem sameinar okkur þrátt fyrir allt. Það er málið, íslenskan. Bókamarkaðurinn í Perlunni er óskastaður þúsunda okkar. Á meðan hann stendur yfir komum við mörg saman þar stundum oftar en einu sinni. Kliður er í lágmarki og segja má að við þegjum saman á meðan við skoðum framboð bóka. Ég er búinn að fara tvisvar sinnum og keypt allt of mikið af bókum sem ég hef takmarkað pláss fyrir. Samt fer maður á þennan markað ár eftir ár. Bókarverðinu er stillt í hóf og hægt að gera kjarakaup á mörgu bókmenntaverkinu. Ég hef gróflega flokkað það sem ég hef keypt á þessum markaði. Efst á listanum er ýmis þjóðlegur fróðleikur, mannlíf á liðnum áratugum og öldum. Bækur um sjávarútveg, vesturfara, tónlist, trúmál, heimspeki og ævisögur. Þetta eru helstu málaflokkarnir og þýðir það í raun að ég verð að fara yfir megnið af framboðinu - vandlega. Kveðja.

Engin ummæli: