þriðjudagur, 2. mars 2010

Kóræfingar.

Þetta verður mikil kóræfingarvika. Í kvöld var venjuleg tveggja tíma æfing. Á laugardaginn er langur æfingadagur og þá verður öllum laugardeginum meira og minna varið i enn frekari æfingar. Um miðjan mánuðinn verður hin árlega Skaftfellingamessa í Breiðholtskirkju, sunnudaginn 21. mars nk. Hvet alla Skaftfellinga og vini þeirra til að mæta. Óhætt er að segja að kórinn hafi verið vel mannaður í vetur. Um þrjátíu félagar hafa mætt reglulega á æfingar og nokkuð gott hlutfall milli radda. Því miður vantaði nokkuð margar sópran raddir í kvöld en tenórar bættu það upp og voru ríflega helmingi fleiri eða ellefu talsins. Afrakstur vetrarstarfsins er alltaf að koma betur og betur í ljós og renna lögin orðið nokkuð vel í gegn á æfingum. Kveðja.

Engin ummæli: