sunnudagur, 28. mars 2010

Blúshátið í Reykjavík 2010


Blúshátíðin í Reykjavík 2010 stendur nú yfir og um að gera að nýta sér það mikla framboð af tónlist sem þar er á boðstólum. Hátíðinni stýrir eins og áður blúsarinn Halldór Bragason. Við fórum í kvöld í Fríkirkjuna í Reykjavík og hlustuðum á dífurnar fjórar flytja nokkur lög. Fyrst steig á svið Brynhildur Björnsdóttir og söng nokkrar ljúfar vögguvísur. Næst söng Kristjana Stefánsdóttir jass/blús lög. Þá tók við Ragnheiður Gröndal sem bæði söng og spilaði á flygilinn, þar á meðal sín eigin lög og loks tók Deitra Farr nokkur gospel lög. Undirleikari hjá Brynhildi, Kristjönu og Deitru var Davíð Þór Jónsson sem spilaði bæði á flygilinn og á banjó í einu lagi með Deitru. Píanóleikarinn er mikill stuðbolti og átti sinn þátt í að lífga upp á stemninguna á tónleikunum. Allir lögðu listamennirnir sitt í að gera þessa stund í kirkjunni eftirminnilega, hver á sinni forsendu. Stundin var í senn gleðivekjandi og einlæg og við fórum út í hrollkalda nóttina með ljós í sinni. Takk fyrir þetta.

Engin ummæli: