þriðjudagur, 16. mars 2010

Erindi dagsins

Ég var að koma af fundi í Rótarýkúbbi Kópavogs þar sem Ögmundur Jónasson alþingismaður hélt erindi dagsins og fjallaði um stjónrmál líðandi stundar og Icesave málið. Ég var ánægður með umfjöllun hans um Icesave málið og sammála honum um að þau kjör sem Bretar og Hollendingar buðu okkur eru óásættanleg, sérstaklega vextirnir. Tíminn vinnur með okkur og þjóðaratkvæðagreiðslan og viðsnúningur erlendis gagnvart sjónarmiðum okkar virðist líka vinna með okkur. Hann lagði á það áherslu að í þessu máli yrðum við að koma fram sem ein samstæð breiðfylking. Þetta væri hagsmunamál allra Íslendinga hvar í flokki sem þeir væru. Því er nauðsynlegt að stjórn og stjórnaraðstaða komi sameiginlega að þessu máli. Í stað þess að eyða öllum tímanum í að karpa innbyrðis hverjum sé um að kenna. Þetta er kosturinn við að vera í rótarý. Maður fær beinan aðgang að fyrirlesurum, fólki víða að úr samfélaginu sem í stuttu máli fjallar um það sem er efst á baugi á þeirra vettvangi hverju sinni. Kveðja.

Engin ummæli: