föstudagur, 2. apríl 2010

Á föstudaginn langa.

Vorum að koma úr Skaftártungunni. Þar var heiðskírt en í nótt kólnaði mikið og í morgun sagði hitamælirinn að væri fjögurra stiga frost. Við ákváðum að halda heim á leið. Keyrðum í fallegu gluggaveðri áleiðis í bæinn. Á Selfossi var komin hríðarmugga og þannig var veðrið heim á hlað í Kópavoginn. Í gær fórum við aftur inn Fljótshlíðina og virtum fyrir okkur gosið sem nú er öllu kraftmeira. Mikil umferð var í austurátt frá Reykjavík á Suðurlandsvegi.

Engin ummæli: