miðvikudagur, 7. apríl 2010

Gengið um Elliðaárdal

Í kvöld gékk ég í fínum félagsskap hringinn góða um Elliðaárdal í hlýnandi veðri. Heiðskír himinn og skýnandi sól í vestri. Við hefjum jafnan gönguna um hálfátta á miðvikudagskvöldum og erum 65 til 70 mínútur á gangi eftir atvikum. Þetta eru um 7 km ganga. Nú um nokkurra mánaða skeið hefur maður arkað þennan heilsubótarhring samviskusamlega. Það sérstaka við þessar göngur er að maður hefur kynnst árstíðunum vel og nú finnur maður að sólin fer hækkandi og það er að koma vor. Til þess að kynnast dalnum betur hefur lestur bókarinnar um Elliðaárdal verið ágætis afþreying. Það fer ekki milli mála að dalurinn og ýmis mannvirki í honum eiga sér merkilega sögu sem hér verða ekki gerð skil en óhætt að mæla með þessari bók til að glöggva sig á dalnum, sögu hans og náttúru.

Engin ummæli: