þriðjudagur, 6. apríl 2010

Eftir páska

Páskafríið búið. Þurfti að púrra mig upp í gírinn að nýju. Það er verst við svona löng frí að erfitt getur verið að koma sér í gang aftur. Maður er í súkkulaði- og sykursjokki eftir ofát á þessum andskotans páskaeggjum. Ágætt að hefja "eftir páska hrotuna" á því að mæta á kóræfingu og fínslípa lögin sem verða sungin á tónleikum 2. maí næstkomandi í Seltjarnarneskirkju. Það er búið að vera mikið gaman í kórnum í vetur og góður hópur sem hefur mætt vel á æfingarnar. Afraksturinn af þessu starfi verður svo kynntur á umræddum tónleikum. Ef nafn kórsins hefur farið fram hjá einhverjum þá er ég að tala um Söngfélag Skaftfellinga.

Engin ummæli: