miðvikudagur, 28. apríl 2010

Brynhildur fjörtíu ára


Stórviðburður gærdagsins var afmælisveislan hennar Brynhildar Björnsdóttur í Salnum í Kópavogi í gærkvöldi. Í tilefni tímamótanna bauð hún fjölskyldu sinni og vinum til söngveislu sem verður lengi í minnum höfð. Þjóð sem á að skipa jafn fjölhæfri og góðri söngkonu og leikara og þarna steig á svið þarf ekki að kvarta. Lagavalið spannaði allt frá klassískum söngstykkjum yfir í fallegan vísnasöng og dægurflugur og sungið á fimm tungumálum auk íslenskunnar - allt utanbókar. Það fór ekki milli mála að þarna fór einstaklingur sem býr yfir miklum hæfileikum. Annállinn óskar henni til hamingju með afmælið og þessa tónlistarveislu og óskar henni velfarnaðar á komandi árum í söng og leik. Meira af þessu. Kveðja.

Engin ummæli: