laugardagur, 10. apríl 2010

Hörmulegt slys

Það var sorglegt að heyra í morgun af hörmulegu flugslysi þar sem fórust hátt í 100 Pólverjar ásamt forseta landsins, Lech Kaczynski og eiginkonu hans. Forsetinn og fylgdarlið hans voru á leiðinni til minningarhátíðar í Smolensk í Rússlandi til að minnast tuttugu þúsund liðsforingja í pólska hernum sem Rússar tóku af lífi á fimmta áratug síðustu aldar. Mannkynsagan geymir marga hryllilega atburði um mannvonsku sem aldrei hafa verið gerðir upp og líklega er ekki hægt. Það er skelfilegt að þetta hörmulega slys skuli eiga sér stað einmitt í tengslum við þessa minningarathöfn sem var liður í viðleitni pólsku þjóðarinnar til að heiðra minningu þeirra manna sem voru teknir af lífi í þessu grimmdarverki.

Engin ummæli: