fimmtudagur, 15. apríl 2010

Hver atburðurinn rekur annan.

Þorvaldseyri.
Eyjafjallajökull ákvað að hætta þessum túristaspýjum sem við höfum verið að mynda undanfarna daga og sýna okkur alvöru gos. Eyðilegging þjóðvegarins er töluverð og eldfjallið hefur dreift ösku sinni um okkar fallegu sveitir Skaftártungu, Álftaver og Meðalland. Askan hefur líka gert það að verki að stór hluti flugumferðar í Norður - Evrópu liggur niðri vegna hættu af ösku frá gosinu í háloftunum. Nú í vikunni kom svo skýrslan um bankahrunið sem rannsóknarnefnd Alþingis tók saman. Ég á aðeins þrjú orð um hana/þær þetta eru níu hefti: Þetta er skelfilegt. Jæja læt þetta duga í bili. Kveðja. Mynd:Óskar Sigurðsson.

Engin ummæli: