sunnudagur, 18. apríl 2010

Eyjafjallajökull stjórnar flugumferðinni í Evrópu

Maður hefur verið viðloðandi sjónvarpið og horft á SKY, bresku fréttastöðina lýsa áhrifum af þessu gríðarlega öskugosi. Það hefur vafist fyrir mörgum erlendum fréttamönnum að bera fram nafn Hvollsvallar hvað þá að segja Eyjafjallajökull. Á amerísku FOX fréttastöðinni sögðu þeir nafnið vera eins og einnhver hefði fipast á lyklaborðinu þegar nafnið var ákveðið. Þannig að húmorinn hefur ekki verið langt undan þótt alvara málsins sé mikil. Það er ótrúlegt hvernig þetta eldfjall getur komið í veg fyrir nánst alla flugumferð í Evrópu. Enginn virðist í raun hafa reiknað með að svona atburður gæti gerst. Þetta sýnir líka hversu mikilvægar flugsamgöngur eru til þess að flytja fólk og ekki síður vörur milli heimshluta.

Engin ummæli: