fimmtudagur, 22. apríl 2010

Sumarið er hér að nýju.

Sumarið er komið. Þetta orð sumar vekur manni gleði og von og fyllir mann fögnuði. Veturinn hefur verið langur og strangur en eigi að síður hefur tíminn liðið hratt í starfi og leik. Líklega munu göngur mínar í vetur lifa lengst í minningunni af afrekum vetrarins. Reglulega hef ég gengið með Skálmurum í allan vetur um Elliðaárdal og Grenilund í Heiðmörk þetta fimm til sjö kílómetra í senn tvisvar í viku. Þetta er örugglega mjög heilnæmt að ganga svona fyrir utan hvað það hefur verið skemmtilegt í góðum félagsskap. Miklum tíma og líklega of miklum hefur verið varið í tölvuhangs. Það má segja að tölvan hafi tekið yfir sjónvarpsglápið. Annars berst maður með strauminum og segir lítið af öðrum afrekum en þessum göngum mínum. Nú líður að því að tónleikar Söngfélags Skaftfellinga verði haldnir sunnudaginn 2. maí í Seltjarnarneskirkju. Veturinn með kórnum hefur verið góður að venju. Nóg í bili. Sumarkveðja.

Engin ummæli: