föstudagur, 2. apríl 2010

Austurferð í samanþjöppuðu máli.

Skírdagur, nýr dagur, frí, indælt, innkaup, matur, kaffi, kökur, bíltúr. Austur, Fljótshlíð, gos, mökkur, spenna, sólin brosir, kaffisopi, kökur, frábært útsýni, áfram austur, yndislegur dagur, gos frá Skógum, meira gos frá Gatnabrún. Vík í Mýrdal aur í kassann, vinningur, tap í sömu andrá. Áfram austur, Mýrdalssandur, góð dagsbirta kl. 20.00. Skaftártunga, kólnandi veður, gasofn, upphitun, kvöldverður, "minnernas kamin", kólnandi veður, svefn, nótt, vakna, enn kólnandi veður, vaxandi norðanátt, nýstandi kuldi. Föstudagurinn langi, kaldur norðan garri, upphitun, samt kalt, morgunverður, lestur, frágangur, gestabókin geymir minninguna, gamlar minningar, gleði og sorg eru systur - boðskapur páskanna? Útvarp, hlustað, horft til jökulsins ógurlega, heimför, Mýrdalssandur, Messa í útvarpi, faðir vor, ægináttúra, maðurinn má sín ekki mikils. Vík, Reynisfjall, Gatnabrún. Gossúlan ekki eins flott og í gær, sól en gluggaveður undir Eyjafjöllum, Eyjarnar í heiðskíru, tilkomumiklar, gossúlur, vangaveltur um jarðfræði,hraungos, sprengigos, vaxandi umferð í austurátt. Eru allir að flýja höfuðborgina? Þorsmörk, Fljótshlíð, Hvolsvöllur, pulsa og kók hinum megin. Áfram í vesturátt, andstreymis við umferðaþungann. Holtin, Þjórsá nei sko snjómugga í vestri og snjór á númerum bíla. Selfoss meiri snjómugga, vaxandi umferð, eitt þúsund bílar, tvö þúsund bílar, þrjú þúsund bílar? Gæti verið. Hellisheiðin, Bláfjallaafleggjari, Lækjabotnar, græna Kópavogsskiltið - Stór Kópavogssvæðið, efri byggðir, hálka, keyra varlega, kominn heim. Þetta gékk nú bara nokkuð vel... og svo komu páskar.

1 ummæli:

Sveinsson sagði...

Mikið er ég sammála þér, þegar ég er á leiðinni í bæinn einhverstaðar frá tala ég um að vera kominn á "Stór Kópavogssvæðið"