laugardagur, 15. maí 2010

Söngur, dans og ást.

Östergök kórinn.
Yfirskrift á efnisdagskrá sænska kórsins frá Lundi sem heimsótti okkur dagana kringum uppstigninardag og kom fram á tónleikum með okkur á Kirkjubæjarklaustri var: Söngur, dans og ást. Efnisskráin var byggð á lífshlaupi okkar meðaljónanna. Þegar við förum að heiman, hefjum sambúð, eignumst börn, hefjum hið veraldlega brauðstrit, peningavandræði, íþyngjandi skattbyrði, yndisleika tilverunnar, krísur í lífi okkar, villuráf og nýja möguleika. Þau vonuðu að okkur þætti flutningur þeirra ekki of yfirlætislegur. Lagaval kórsins endurspeglaði þennan þráð sem hér hefur verið rakinn í stuttu máli og voru lögin héðan og þaðan bæði sænsk og ensk. Flutningur kórsins var allsérstakur því að við flutning var beitt leikrænum tilburðurm og dansi við sönginn. Stjórnandi kórsins Karen Källen sagði að ef kórinn gæti orðið til þess að áheyrendur gætu hlegið og fengið tækifæri til umhugsunar væri markmiði flutningsins náð. Óhætt er að segja að þetta var hin besta skemmtun. Tónlistarlega séð leið söngurinn svolítið á kostnað dansins og leiksins, en það var allt í lagi þar sem tilgangurinn var skýr í upphafi. Engum leiddist og allt komst til skila.

Engin ummæli: