sunnudagur, 23. maí 2010

Yndisfagur hvítasunnudagur.

Það er komið sumar og heilagur andi hlýtur að hafa svifið yfir deginum því að hann var svo ljúfur. Grasið er orðið iðagrænt og æðir upp úr sverðinum. Deginum var varið við útiverk. Stéttin löguð, runnar klipptir og dyttað að ýmsu smálegu. Við enduðum daginn á pallinum hjá Helga og Ingunni og nutum síðustu sólargeislanna með aðstoð lifandi elds og við ilminn af brennandi íslensku birki sem logaði glatt í kvöldværðinni. Tumi sagði að gosinu í Eyjafjallajökli væri lokið í bili. Mæli hann heilastur og vonandi að því sé lokið. Annars lítið að frétta. Kveðja.

Engin ummæli: