fimmtudagur, 6. maí 2010

Sumarið heilsar.

Fyrsta vor - eða sumarverkinu er lokið. Felldi eina stjóra ösp og trimmaði aðra vel. Tónleikarnir með Sköftunum tókust vel í alla staði en áheyrendur hefðu mátt vera fleiri. Næst á dagsrkánni er austurferð með sænskum kór sem kemur hingað um miðjan mánuðinn. Haldnir verða tónleikar á Klaustri 13. maí nk. Þeir sem misstu af tónleikunum í Seltjarnarneskirkju eiga enn möguleika á að hlusta á kórinn. Sirrý var að fá stöðuhækkun í háskólanum og er nú dósent. Valdimar var að skila inn lokaritgerðinni í lögfræðináminu og Stella í stjórnmálafræðinni. Sigrún Huld er á fullu á þriðja ári í hjúkrunarnáminu og gengur mjög vel. Hún er búin að fá vinnu í sumar sem hlýtur að teljast mikil blessun eins og atvinnuástand skólafólks er í dag. Framundan eru ýmislegt skemmtilegt sem heldur manni gangandi. Hingað eru að koma sænskir félagar Sirrýjar frá Jönköping á ráðstefnu í lok maí. Unnur og Hjörtur eiga 60 ára brúðkaupsafmæli 20. maí. Við erum að fara til Frakklands í júní ef að líkum lætur og eldgosið kemur ekki í veg fyrir það eða annað óáran sem hér hefur herjað á okkur undanfarin ár. Allt er það þó meira og minna sjálfskaparvíti og mannanna verk. Það tekur stundum á að búa í þjóðfélagi þar sem engu líkara er að "djöfullinn" sjálfur hafi farið sem eldibrandur um sviðið og sett sín illu spor á allt samneyti manna. Eina ráðið við því er að halda sig við hið smáa og fagra því engu fær maður ráðið um fortíðina eða framhaldið. Kveðja.

Engin ummæli: