laugardagur, 25. ágúst 2007

Á laugardegi.

Valgerður Birna. Hér er hún að kveðja Höllu ömmusystur sína sem kom í heimsókn gagngert til þess að heilsa upp á frænku sína. Hingað komu líka í heimsókn Björn og hundurinn Sunna, Í för með Valgerði var Magnús faðir hennar. Síðar litu hér við Sigurður og Vélaug og í för með þeim var önnur stórfrænka, Bryndís dóttir Gunnars Arnar bróður Sirrýjar. Því miður var myndavélin batteríislaus þannig að ekki náðist að mynda Bryndísi. Við höfum verið heimavið í dag. Sló blettinn og týndi svolítið af rifsberjum og svo vorum við í sultugerð. Á morgun stendur til að ganga á Strandakirkju. Farið verður upp hjá Grindarskörðum og komið niður hjá Hlíðarvatni. Síðasti spölurinn verður farin í bílum að kirkjunni eins og jafnan áður. Þeir sem vilja slást í för með okkur eru velkomnir og eiga þá að mæta við vörðurnar sem liggja upp frá Bláfjallaveginum. Áætlað er að leggja af stað kl. 12.00. Gangan er um 18 km og tekur á milli 4 og 5 tíma eftir veðri. Það svona sló mig þegar ég hripaði niður þessar línur að heimsóknir mínar í kirkjur það sem af er þessu ári eru orðnar margar. Ætli þær séu ekki farnar að nálagst tuttugu kirkjurnar sem ég hef heimsótt á síðastliðnum mánuðum bæði hér innanlands og erlendis. Þessar heimsóknir voru af ýmsu tilefni s.s. vegna helgiathafna og skírna barnabarna, útskriftar dóttur, forvitni s.s. á Mallorka og í Pétursborg í Rússlandi, heimsóknir í kirkjur helgaðar Maríu Magdalenu bæði í Frakklandi og Majorka. Nú síðsast til að vera viðstaddur biskupsvísitasíu í Grafarkirkju og á morgun ganga á Strandakirkju. Það er uppbyggilegt og holt að eiga helgistundir í kirkjum hvert svo sem ferðinni er heitið. Kveðja.

Engin ummæli: