miðvikudagur, 8. ágúst 2007

Fréttir úr fríinu.

Lakagígar
Sannast sagna er lítið að frétta þessa dagana. Nú fer að ljúka sumarfríi okkar. Þetta er búið að vera skemmtilegt sumar og viðburðarríkt. Við höfum verið þó nokkuð í kringum barnabörnin okkar og haft af því mikið yndi. Ferðir hafa verið þó nokkrar og má lesa frekar um þær í eldra bloggi. Nú eru þeir Sveinn Hjörtur og Jóhannes Ernir farnir til Svíþjóðar. Sveinn er orðinn það þroskaður að ég held hann sé búinn að stimpla okkur varanlega inn enda er kappinn kominn vel á þriðja árið. Jóhannes Ernir lærði að segja "afi" í sumar og vinka okkur bless. Hér kom blómastúlkan okkar hún Lilja ásamt foreldrum í gær. Hún dafnar hratt þessa dagana og er farin að brosa sínu blíðasta þegar hún er í stuði. Við fórum um síðustu helgi austur í Skaftártungu og vorum þar yfir verslunarmannahelgina. Tímann nýttum við til þess m.a. að fara upp að Laka, en þangað hefur Sirrý aldrei komið áður en ég kom þangað síðast fyrir um tuttugu árum. Við fengum frábært veður og útsýnið yfir gosstöðvarnar var tilkomumikið. Nú við buðum Höllu og Erni í holusteik að hætti Björns Dagbjartssonar þ.e. grafin hola, kveikt í kolum og innpakkað læri látið malla í holunni. Fórum svo í bæinn eftir helgina. Þórunn systir og hennar fólk er komið frá Gautaborg þar sem þau sóttu tónleika Rolling Stones. Það var víst mjög gaman.

Engin ummæli: