föstudagur, 31. ágúst 2007

Eftir vinnu á föstudegi.

Lokaspölurinn á Nýbýlavegi. Það er alltaf eins á heimleiðinni í föstudagstraffíkinni sem byrjar svona upp úr þrjú og stendur fram undir sex. Dundaði við að taka nokkrar myndir fyrir þá lesendur sem hugsanlega sjá stórborgarlífið í hillingum og lausn allra sinna mála. Það þýðir víst ekki annað en hafa góðan skammt af þolinmæði í borgartraffíkinni. Hér er komið að lok heimferðinnar sem er alls um 6 km og tekur um 30 til 40 mínútur eftir vinnu. Var á ráðstefnu í gær á vegum RSE Rannsóknarstofu í efnahagsmálum þar sem menn voru m.a. að velta fyrir sér af hverju fólkið flyktist til höfuðborgarsvæðisins. Það er að stórum hluta til út af fjölbreyttara atvinnuframboði og breyttum atvinnuháttum þ.e. færri starfa við sjávarútveg og landbúnað. Umferðaröngþveiti er allavega nokkuð sem fólkið í minni byggarlögum þarf ekki að búa við.

Leiðinlegustu gatnamót í Reykjavík. Jæja, jæja loksins er maður kominn að þessum leiðinlegustu gatnamótum í Reykjavík. Pólitíkusarnir hafa þann sið að benda á hvorn annan þegar það hefur komið upp í umræðunni af hverju sé ekki löngu búið að brúa á þessum gatnamótum. Viðkvæðið er alltaf hið sama: "Ekki benda á mig......" Bíll við bíl og ég er á verri akreininni þar sem umferðin er miklu hægari. Af hverju skyldu öll vegaskilti í Reykjavík vera svona pínulítil að það þarf stækkunargler til þess að geta lesið á þau. Er það vegna þess að við höfum svo góðan tíma að rýna í þau í umferðaröngþveitinu?


Einn trektur í föstudagstaffíkinni. "Rólegur, rólegur nú gildir að halda ró sinni þetta hlýtur að fara greiðast úr þessu....... " Maður reynir að halda ró sinni. En það er ekki laust við að það sé kominn einhver geðveikisglampi í blikið.










Úff hægt mjakast það. Á ég að velja vinstri eða hægri akrein. Auðvitað átti ég að velja vinstri akreinina. Gengur erfiðlega að muna það að búið er að fjölga afreinum á leiðinlegu gatamótunum fyrir þá sem eru vinstra meginn.









Hægt gengur það. Kominn fram hjá ljósum númer þrjú. Engin ástæða til að kvarta. Nú eru bara þrjú ljós og leiðinleg gatnamót eftir. Hver skyldi vera með umboð fyrir uferðarljós í Reykjavík? Það hlýtur að vera auðugur maður miðað við fjölda þeirra. Ætti kannski að hringja í einhvern til að stytta mér stundina. Nja, best að taka aðra mynd. Rigning er nú ekki til að létta manni lundina í þessari vélhesta röð á 5 km á klukkustund með tíðum stoppum inn á milli. Hvert voru það nú aftur sem aurarnir í Miklubrautargatnamótin leiðinlegu fóru? Best að vera ekki með neikvæðar hugsanir af þessu taki svona í upphafi biðraðarinnar.

Best að vera rólegur. Jæja nú gildir það að vera sallarólegur á þessum kafla og láta ekki umferðarteppuna fara í taugarnar á sér. Þetta "bara" er svona á föstudagseftirmiðdögum. Best að taka nokkrar myndir til þess að deila með sér upplifuninni af því að vera á leiðinni heim til sín í föstudagsumferðinni. Hvaða ráð skyldi nú Umferðarstofa hafa á takteinum fyrir mann á þessari stundu? Best að slökkva á útvarpinu. Ég þoli ekki hlátrasköll og aulabrandara síbyljunnar akkúrat núna.

Engin ummæli: