sunnudagur, 2. september 2007

Helgarbíltúrinn

Við Hvaleyrarvatn. Þetta var svo flott mótív að ég stóðst ekki mátið. Flott hvernig skýin speglast í rennisléttu vatninu. Gengum í kringum vatnið það tekur svo hálftíma. Annars er það helst í fréttum að Sirrý og Unnur Sveinsdóttir áttu afmæli í gær.








Krýsuvíkurkirkja. Síðan lá leiðin fram með Krýsuvíkurvatni, goshverasvæðinu þar rétt hjá, framhjá Grænavatni og við áðum hjá Krýsuvíkurkirkju. Krýsuvík með "y" eins og stóð á nafnskilti hjá kirkjunni. Þetta er notanleg kirkja og segir að hún sé eins og dæmigerð sveitarkirkja frá ofanverðri 19.öld. Við skoðuðum inn í kirkjuna. Þar er altaristafla eftir Svein Björnsson listmálara og hvílir hann í kirkjugarðinum. Annars er þetta er mjög skemmtilegur aksturshringur og margt skemmtileg að sjá. Örugglega áhugavert fyrir erlenda ferðamenn að fara þennan rúnt. Fjölda fólks sáum við í berjum á leiðinni.


Við Grindavíkurhöfn. Við komum við í Grindavík og tókum einn hafnarrúnt. Það fer ekki milli mála að Grindavík er höfuðútgerðarstaður Suðurnesja. Hér má sjá Hrafn Sveinbjarnarson GK í höfninni áður Snæfell EA frá Hrísey. Kveðja.

Engin ummæli: