laugardagur, 22. september 2007

Aftur á laugardegi.

Það er í nógu að snúast þessa dagana þannig að lítið hefur verið párað á þessa síðu. Því má kenna um önnum og að lítill tími gefst til að leika sér í tölvunni. Ég var víst búinn að segja að það væri komið haust svo ég ætla að hlífa ykkur við löngum pistli um þennan árstíma. Ég komst ekki í að veiða lax í eldi í vikunni norður í Laxá í Refasveit en það var skemmtileg reynsla, sem ég upplifði á síðasta ári. Það hefur verið merkilegt að fylgjast með fréttum þessa vikuna af þessum piltum sem voru teknir viða að smygla eiturlyfjum til landsins. Það verður ekki annað sagt en lögreglunni hafi tekist vel í þessu máli. Magnið sem þessir menn voru að smygla er hreint með ólíkindum og vekur spurningar um það hver sé í raun eftirspurnin eftir dópi hér á landi. Ef eftirspurnin er svona mikil má það ljóst vera að þeir sem nota þetta dóp eru mun fleiri en þeir ógæfu einstaklingar sem gista Vog og aðra staði sem afeitra dópista. Grein eftir Illuga Jökulsson í Blaðinu í dag vekur einmitt máls á þessu. Er það virkilega svo að "venjulegt" fólk í þjóðfélaginu ungt, miðaldra og gamalt notist við svo gríðarlegt magn eiturlyfja. Venjulega þegar maður heyrir af svona smyglmálum og heyrir í talsmönnum Vogs þá leiðir maður hugann að fíklunum sem eru ofurseldir þessum efnum, en að það væri líka Jón og Gunna það hafði ekki hvaflað að mér. Það vekur svo aftur upp þá spurningu á hvaða leið við erum sem þjóð. Erum við að tortýma sjálfum okkur í dópneyslu? Hefur okkur mistekist svona hrapalega í að byggja hér upp gott mannlíf, þrátt fyrir alla efnislegu velmegunina.

Engin ummæli: