föstudagur, 28. september 2007

Gefur þú blóð?

Blóðgjafinn. Eitt af því sem ég hef mikla ánægju af er fara í Blóðbankann og gefa blóð. Þetta er einn af þessum stöðum sem maður heimsækir nokkuð reglulega og fær alltaf hlýjar og ánægjulegar móttökur. Maður finnur það að blóðgjöfin skiptir máli og sé líka svolítið "spes". Eftir blóðtökuna er svo boðið upp á kaffihlaðborð og síðan heldur maður glaður og reifur út í lífið að nýju í þeirri trú að hafa lagt eitthvað gott af mörkum. Í dag gaf ég blóð í 48 skipti. Ég hef lengi haft það sem markmið að gefa blóð a.m.k. 50 sinnum. Nú er að sjá hvort það takist, en hægt er að gefa blóð svona á þriggja mánuða fresti. Ég byrjaði blóðgjöfina fyrst í menntaskóla svo duttu út allmörg ár af ýmsum ástæðum. Blóðgjöf er samfélagsþjónusta í sinni björtustu mynd. Fólk gefur hluta af sjálfu sér til þeirra sem eru hjálparþurfi. Hvort sem það er nýfætt barn, sjúklingur eða slasaður einstaklingur. Enn er ekki búið að finna neinn vökva sem kemur í stað fyrir blóðið. Hvet að lokum alla til að leggja sitt að mörkum. Kveðja.

Engin ummæli: