miðvikudagur, 12. september 2007

Haustdagar.

Það er víst að haustrigningarnar eru hafnar. Ég átti að vera vestur á Ísafirði í dag og á morgun en það varð ekkert úr því þar sem flugið var fellt niður. Eins gott að ákvörðunin var tekin áður en lagt var af stað. Það er ekkert grín að hanga í flugvél yfir Djúpinu í von og óvon um að það verði lent. Byrjaði vetraræfingar með kórnum í gær. Þessi fyrsta æfing lofar góðu um framhaldið. Við erum búin að fá nýjan stjórnanda. Hann heitir Friðrik Vignir Stefánsson og er hann með annað æfingaprógram og ný lög. Nú svo er maður byrjaður í leikfimi með Gautunu. Þannig að vetraráhugamálin eru hafin að fullu. Þetta er svona það helsta. Kveðja.

Engin ummæli: